Mynd af götunum Alcalá og Gran Vía í Madríd

Einkaflug til og frá Spáni

Ógleymanleg upplifun allt árið um kring

Spánn
Sólrík paradís í Suður-Evrópu

Spánn er land ástríðu og innblásturs - þar sem sólin skín allt árið um kring, landslagið heillar og saga og menning fléttast saman við daglegt líf. Hér finnur þú allt frá lifandi stórborgum og gullnum ströndum til friðsælla sveita og afskekktra paradísa. Spánn býður upp á einstaka upplifun - hvenær sem er ársins og fyrir alla ferðalanga.

Fáðu sérsniðna verðáætlun
Fylltu inn í formið
Gefðu okkur upplýsingar um ferðaplönin þín (t.d. upplýsingar um flug, gerð af flugvél, sérþarfir).
Fáðu verðáætlun
Við höfum svo samband og gefum þér sérsniðna verðáætlun sem byggir á þínum óskum.
Staðfestu bókunina
Þegar verðáætlunin er samþykkt, getur þú staðfest beiðni þína og við sjáum um rest.
  • Current Flugupplýsingar
  • Persónuupplýsingar
  • Complete
- Farþegar +
Helstu áfangastaðir á Spáni
Leigðu einkaflugvél til eða frá Spáni
Mynd af götunum Alcalá og Gran Vía í Madríd

Madríd

Loftmynd af "Paseo de Gracia" og stórfenglegum byggingum Barcelona

Barcelona

Loftmynd af "La Malagueta Bullring" í Malaga

Malaga

Loftmynd af "Platges de Comte" ströndinni í Ibiza

Ibiza

Loftmynd af "Port Adriano" höfninni í Mallorca

Mallorca

Útsýni yfir borgarlandslag Santa Cruz, almenningsgarður, haf og fjöll

Tenerife

Einkaflug til/frá Madríd

Madríd er lifandi, litrík og orkumikil borg þar sem viðskipti, listir og menning mætast. Hér má finna mörg heimsþekkt kennileiti á borð við KonungshöllinaPrado-safnið og hina glæsilegu Gran Vía. Allir geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi: Michelin veitingastaði, sérverslanir og fjölbreytta afþreyingu.

Mælt er með eftirfarandi flugvöllum: Adolfo Suárez Madrid-Barajas Airport.

Mynd af götunum Alcalá og Gran Vía í Madríd

Einkaflug til/frá Barcelona

Í Barcelona færð þú að lifa í núinu og innblásturinn leynist alls staðar - í stórkostlegum Gaudí-arkitektúr, einstöku andrúmslofti og Miðjarðarhafsanda. Hvort sem þú skoðar hina stórbrotnu Sagrada Família, slakar á í Park Güell, nýtur sólseturs við Barceloneta-ströndina eða ferð í ­snekkjusiglingu, er Barcelona borg sem þú munt aldrei gleyma.

Mælt er með eftirfarandi flugvöllum: Barcelona-El Prat Airport.

Loftmynd af "Paseo de Gracia" og stórfenglegum byggingum Barcelona

Einkaflug til/frá Malaga

Málaga er þekkt fyrir ríka sögu, menningu og fagrar strendur. Þar má finna þekkta staði á borð við AlcazabaPicasso-safnið, en gamli bærinn og gullnar strendurnar fullkomna fríið. Málaga er stundum kölluð Costa del Golf og er einnig einn af vinsælustu áfangastöðum golfara.

Mælt er með eftirfarandi flugvöllum: Málaga-Costa del Sol Airport.

Loftmynd af "La Malagueta Bullring" í Malaga

Einkaflug til/frá Ibiza

Ibiza er lúxusparadís þar sem orka og afslöppun fara hönd í hönd. Eyjan er heimsþekkt fyrir líflegt næturlíf, strandklúbba í fremstu röð og töfrandi náttúru. Hér sameinast glæsileiki, andleg ró og ævintýraandinn. Hvort sem þú nýtur dagsins í einkavillu, syndir í kristaltæru vatni eða dansar fram á morgun, þá er Ibiza ferðaupplifun sem þú vilt ekki missa af.

Mælt er með eftirfarandi flugvöllum: Ibiza Airport.

Loftmynd af "Platges de Comte" ströndinni í Ibiza

Einkaflug til/frá Mallorca

Mallorca, gimsteinn Baleareyja, státar af stórbrotnum ströndum, fölnum víkum, glæsihótelum og höfnum fullum af lystisnekkjum. Höfuðborgin, Palma, er lífleg og heillandi - þar má finna söguleg minnismerki, matargerð í hæsta gæðaflokki og vandaðar tískubúðir. Skammt undan blasa Tramuntana-fjöllin við, sem bjóða upp á töfrandi útivist og kyrrð.

Mælt er með eftirfarandi flugvöllum: Palma de Mallorca Airport.

Loftmynd af "Port Adriano" höfninni í Mallorca

Einkaflug til/frá Tenerife

Tenerife er sólrík paradís allt árið - þar sem stórbrotið eldfjallalandslag mætir lúxus og ævintýrum. Eyjan býður upp á fimm stjörnu dvalarstaði, golfvelli í hæsta gæðaflokki, gullnar strendur og fjölbreytta útivist. Náttúruundur á borð við Teide-fjall og gróskumikla lárviðarskóga gera Tenerife að draumastað fyrir þá sem sækjast eftir náttúru, ró og upplifun sem gleymist seint.

Mælt er með eftirfarandi flugvöllum: Tenerife South Airport, Tenerife North Airport.

Útsýni yfir borgarlandslag Santa Cruz, almenningsgarður, haf og fjöll
Alþjóðlegt aðgengi og fyrsta flokks þjónusta
Innanlandsflug
Allar áfangastaðir innan Spánar.
Millilandaflug
Allir áfangastaðir í Evrópu, miðausturlöndum, Bandaríkjunum og víðar.
Þægilegar tengingar
Víðtækt net flugvalla, einkaflugstöðva og millilendingarþjónustu.
Hröð tollafgreiðsla
Forgangsafgreiðsla í gegnum toll og öryggisleit.
Lúxus og þægindi á ferðalaginu
Séraðgangur að þægilegum biðstofum á flugvöllum.
VIP þjónusta
Persónuleg aðstoð til að tryggja hnökralausa ferðaupplifun.

Ferðalagið þitt hefst hér

Leigðu einkaflugvél frá eða til Spánar með Air Broker Iceland. Starfsfólk okkar er til taks allan sólarhringinn til að tryggja að upplifun þín verði hnökralaus og þægileg.

Önnur þjónusta
Þyrla flýgur yfir snævi þakin fjöll

Leiga á þyrlu við hvaða tilefni sem er: einföld þyrluflug eða sérsniðin upplifun.

Sjúkraflug yfir fjöllum

Áreiðanleg sjúkraflug í boði allan sólarhringinn um allan heim.

Séð inn í einkaþotu

Önnur þjónusta tengd leiguflugi sem reyndur og áreiðanlegur miðlari býður upp á.