Mynd skotin upp undir flugvél á lofti í bláum himni

Um okkur

Teymið okkar og vegferð Air Broker Iceland

ÁRATUGA REYNSLA Í ÞJÓNUSTU VIÐ LEIGU- OG SJÚKRAFLUG

Við einbeitum okkur að þörfum viðskiptavinarins og leggjum okkur fram við að bjóða bestu möguleigu þjónustu, gæði og öryggi. Í áratugi höfum við verið í flugiðnaðinum og þekkjum leiguflugsmarkaðinn gríðarlega vel. Við munum ávallt leggja okkur fram við að gera hvert einasta flug og þjónustu eins þægilegt og fagmannlegt og mögulegt er.

Ásgeir Örn Þorsteinsson

Ásgeir Örn Þorsteinsson hefur starfað hjá Eagle Air, á sviði leiguflugs, sjúkraflugs, áætlunarflugs og ferðaiðnaðar, síðan 2004. Hann ákvað að taka hina frægu „U-beygju“, í sama geira þó, og breyta aðeins til.

Ásgeir var sölu- og markaðsstjóri auk þess að sjá um daglegan rekstur, mannauð og starfaði náið með forstjóra í gegnum árin. Opinberlega tók hann við starfi framkvæmdastjóra Eagle Air í ársbyrjun 2023.

Ásgeir hefur fagleg og góð tengsl hér á landi og erlendis sem hentar þessum rekstri einstaklega vel enda hefur hann lifað og hrærst í flugi allan þennan tíma.

Mynd af Ásgeir Örn Þorsteinsson

Einar Hermannsson

Einar Hermannsson hefur verið í flug-, markaðs- og auglýsingabransanum í langan tíma. Hann starfaði hjá Icelandair í 15 ár, aðallega í innanlandsdeild sem sölu- og markaðsstjóri, tekjustýringardeild, flugflotadeild og stöðvarstjóri á Reykjavíkurflugvelli.

Eftir tíma sinn hjá Icelandair fór hann yfir í auglýsinga- og markaðsbransann og starfaði sem framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi í 20 ár.

Nú er hann kominn aftur í flugið og hefur starfað sem sölu- og markaðsstjóri hjá Eagle Air þar til hann stofnaði eigið fyrirtæki Air Broker Iceland til að nýta færni sína og reynslu sem best.

Mynd af Einar Hermannsson

Thorvaldur Ludvik Sigurjonsson

Thorvaldur Ludvik brings a wealth of experience in aviation, investment banking and business development to the team. A professional pilot and an avid aviation enthusiast from an early age, Thorvaldur has spent most of his career in aviation in management or business development, having founded the virtual carrier Niceair and worked on a number of development projects within the aviation sector.  

Having been CEO of a bank during turbulent times, a business development agency and a virtual airline from start-up to take-off, Thorvaldur brings contacts and insights into various fields in business and public sector enterprises.  

A proven track record of thinking outside the box, determination and problem solving, he is keen to apply his services for the clients of Air Broker Iceland.

Photo of Þorvaldur Lúðvík
Klár í flugtak?