Sjúkraflugvél á flugbraut
Sjúkraflug
Skjót og fagleg þjónusta þegar þú þarft mest á henni að halda

Neyðarnúmer okkar fyrir sjúkra- og leiguflug

opið allan sólarhringinn: +354 522 0000

Hvar sem þú ert, hvenær sem þú þarft á okkur að halda

Þegar kemur að heilsu og öryggi viðskiptavina okkar, leggjum við allt okkar undir við þjónustuna. Sama hvar þú ert í heiminum. Hvort sem þú ert í stórborgum, afskekktum svæðum eða jafnvel krefjandi landslagi Íslands og Grænlands, þá er markmið okkar að vera til staðar þegar þú þarfnast okkar hvað mest.

Sjúkraflugbúnaður
Af hverju að panta sjúkraflug hjá Air Broker Iceland?

Framboð

Neyðartilvik fylgja ekki áætlun, og það gerum við ekki heldur. Við erum við símann 24/7, tilbúin til að svara.

Sjúkraflug milli landa

Engin staðsetning er of afskekkt. Sjúkraflugvélar okkar munu koma þér til aðstoðar hvar sem þú ert til að tryggja að þú fáir tímanlega læknishjálp.

Áreiðanleiki

Þegar hraði og öryggi skipta sköpum geturðu reitt þig á okkur. Við höfum mikla reynslu í að veita skjótar og öruggar lausnir í sjúkraflugi.

Heilbrigðisstarfsfólk um borð

Í hverju sjúkraflugi er um borð hæft heilbrigðisstarfsfólk til að sinna hvers kyns aðstæðum sem upp kunna að koma í flugferðinni.

Búnaður um borð

Við útvegum fullbúnar sjúkraflugvélar með háþróaðri sjúkraaðstöðu til að mæta einstökum þörfum viðskiptavina okkar.

Á jörðu niðri

Sjúkraflutningur á jörðu niðri verða í boði fyrir þig eftir þörfum til að tryggja þægindi til og frá flugvél og spítala.

Önnur þjónusta
Einkaþota á flugbraut

Leiguflug um allan heim fyrir einstaklinga og hópa af öllum stærðum í fríi eða viðskiptaferðum.

Lesa meira
Blá þyrla á himni

Leiga á þyrlu við hvaða tilefni sem er: einföld þyrluflug eða sérsniðin upplifun.

Lesa meira
Ferðaáætlun og kort

Önnur þjónusta tengd leiguflugi sem reyndur og áreiðanlegur miðlari býður upp á.

Lesa meira