Loftmynd af Reykjavík, litrík þök og fjöll allt í kring

Einkaflug til og frá Íslandi

Ferðalag sem fer fram úr öllum þínum væntingum

ÍSLAND
Land elds og ísa

Ísland er einstakt – land öfga og óviðjafnanlegrar náttúrufegurðar. Eldfjöll, jöklar, gufuhverir og norðurljós einkenna hið ógleymanlega íslenska landslag. Ísland kemur sífellt á óvart en þar finnur þú óvænt náttúruundur og ævintýri við hvert fótmál.

Fáðu sérsniðna verðáætlun
Fylltu inn í formið
Gefðu okkur upplýsingar um ferðaplönin þín (t.d. upplýsingar um flug, gerð af flugvél, sérþarfir).
Fáðu verðáætlun
Við höfum svo samband og gefum þér sérsniðna verðáætlun sem byggir á þínum óskum.
Staðfestu bókunina
Þegar verðáætlunin er samþykkt, getur þú staðfest beiðni þína og við sjáum um rest.
  • Current Flugupplýsingar
  • Persónuupplýsingar
  • Complete
- Farþegar +
Helstu áfangastaðir á Íslandi
Leigðu einkaflugvél til eða frá Íslandi
Loftmynd af Reykjavík, litrík þök og fjöll allt í kring

Reykjavík

Útsýni yfir rennandi ána úr Goðafossi nálægt Akureyri

Akureyri

Útsýni yfir stuðlaberg í Stuðlagili

Egilsstaðir

Útsýni yfir Vatnajökul og nálæg fjöll

Höfn

Útsýni yfir vík sem liggur á Vestfjörðum

Ísafjörður

Útsýni yfir ströndina á Vestmannaeyjum á dagsljósi

Vestmannaeyjar

Einkaflug til/frá Reykjavík

Höfuðborg Íslands, Reykjavík, iðar af lífi - þar eru fjölbreytt tækifæri og einstakt andrúmsloft. Allir ferðalangar geta fundið eitthvað við sitt hæfi - hina stórfenglegu Hallgrímskirkju, hvalaskoðunarferðir, Michelin-veitingastaði, ýmsar götuhátíðir og jarðhitaböð. Hún er jafnframt kjörinn upphafsstaður fyrir þau sem vilja skoða Gullna hringinn eða sjá norðurljósin.

Mælt er með eftirfarandi flugvöllum: Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur.

Loftmynd af Reykjavík, litrík þök og fjöll allt í kring

Einkaflug til/frá Akureyri

Akureyri, höfuðstaður Norðurlands, býður upp á ævintýralega náttúru og fjölbreytta menningarupplifun. Þar má fara á skíði í Hlíðarfjalli, slaka á í Skógarböðunum, fara í hvalaskoðun, njóta listar, heimsækja kaffihús og skoða náttúruperlur eins og Goðafoss og Mývatn.

Mælt er með eftirfarandi flugvöllum: Akureyrarflugvöllur.

Útsýni yfir rennandi ána úr Goðafossi nálægt Akureyri

Einkaflug til/frá Egilsstöðum

Egilsstaðir, höfuðstaður Austurlands, er umvafinn skógum, vötnum og fjöllum. Þar má finna stærsta skóg Íslands, Hallormsstaðaskóg, hið dularfulla Lagarfljót og svo er Stuðlagil í næsta nágrenni. Bærinn er einnig þekktur fyrir matarmenningu sína og hann státar af vinsælum náttúrulaugum, Vök Baths við Urriðavatn.

Mælt er með eftirfarandi flugvöllum: Egilsstaðaflugvöllur.

Útsýni yfir stuðlaberg í Stuðlagili

Einkaflug til/frá Höfn

Höfn er heillandi sjávarþorp á Suðausturlandi, þekkt fyrir einstaka náttúrufegurð, ferska sjávarrétti og stórbrotin náttúruundur. Bærinn stendur við sjóinn og þaðan má sjá stærsta jökul Íslands, Vatnajökul. Höfn er kjörinn áfangastaður fyrir ferðalanga sem vilja skoða Jökulsárlón, svartar sandstrendur, íshella og Vestrahorn.

Mælt er með eftirfarandi flugvöllum: Hornafjarðarflugvöllur.

Útsýni yfir Vatnajökul og nálæg fjöll

Einkaflug til/frá Ísafirði

Ísafjörður, höfuðstaður Vestfjarða, er líflegur bær með ríka sjávarútvegssögu og hlýlegt andrúmsloft. Í grenndinni er að finna stórfenglega náttúru. Ísafjörður er menningar- og ævintýramiðstöð þar sem hægt er að fara í gönguferðir, kajaksiglingar, golf og yfir veturinn má fara á skíði í TungudalHornstrandir eru einnig skammt undan.

Mælt er með eftirfarandi flugvöllum: Ísafjarðarflugvöllur.

Útsýni yfir vík sem liggur á Vestfjörðum

Einkaflug til/frá Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar standa við suðurströnd Íslands, þekktar fyrir eldfjallalandslag, sjávarútvegssögu og einstakt dýralíf. Heimaey, stærsta eyjan, býður upp á fjölbreytta afþreyingu eins og gönguferðir upp á Eldfell, heimsókn í Eldheima-safnið og skoðun á lundabyggðum við í klettunum.

Mælt er með eftirfarandi flugvöllum: Vestmannaeyjaflugvöllur.

Útsýni yfir ströndina á Vestmannaeyjum á dagsljósi
Áætlaður flugtími frá Reykjavík til annarra áfangastaða á Íslandi
Reykjavík
Akureyri
0:45
Reykjavík
Húsavík
0:50
Reykjavík
Egilsstaðir
1:00
Reykjavík
Höfn
1:00
Reykjavík
Vestmannaeyjar
0:30
Reykjavík
Ísafjörður
0:40
Reykjavík
Kangerlussuaq
3:00
Reykjavík
Nuuk
3:00
Reykjavík
Narsarauq
3:00
Reykjavík
Kulusuk
1:50
Reykjavík
Constable Point
1:50
Reykjavík
Ilulissat
3:00

Þyrluflug á Íslandi

Taktu ævintýrið á Íslandi enn lengra og farðu í þyrluflug. Mótaðu þína eigin ferðaáætlun og upplifðu landið frá alveg nýju sjónarhorni.

Þyrla flýgur yfir snævi þakin fjöll
Alþjóðlegt aðgengi og fyrsta flokks þjónusta
Innanlandsflug
Allar áfangastaðir innan Íslands.
Millilandaflug
Allir áfangastaðir í Evrópu, miðausturlöndum, Bandaríkjunum og víðar.
Þægilegar tengingar
Víðtækt net flugvalla, einkaflugstöðva og millilendingarþjónustu.
Hröð tollafgreiðsla
Forgangsafgreiðsla í gegnum toll og öryggisleit.
Lúxus og þægindi á ferðalaginu
Séraðgangur að þægilegum biðstofum á flugvöllum.
VIP þjónusta
Persónuleg aðstoð til að tryggja hnökralausa ferðaupplifun.

Ferðalagið þitt hefst hér

Leigðu einkaflugvél frá eða til Íslands með Air Broker Iceland. Starfsfólk okkar er til taks allan sólarhringinn til að tryggja að upplifun þín verði hnökralaus og þægileg.

Önnur þjónusta
Þyrla flýgur yfir snævi þakin fjöll

Leiga á þyrlu við hvaða tilefni sem er: einföld þyrluflug eða sérsniðin upplifun.

Sjúkraflug yfir fjöllum

Áreiðanleg sjúkraflug í boði allan sólarhringinn um allan heim.

Séð inn í einkaþotu

Önnur þjónusta tengd leiguflugi sem reyndur og áreiðanlegur miðlari býður upp á.