Útsýni yfir bæinn Nuuk með fjöll í baksýn

Einkaflug til og frá Grænlandi

Einstakt ferðalag á enda veraldar

GRÆNLAND
Stærsta eyja heims á heimskautasvæðunum

Á Grænlandi finnast miklar andstæður, þar mæta víðáttumiklir jöklar hrjóstrugri strandlengju og hefðbundin ínúítamenning dafnar samhliða nútímalegum borgum norðurslóða. Sem stærsta eyja heims býður Grænland upp á óviðjafnanlega náttúrufegurð – frá tignarlegum jöklum og djúpum fjörðum til heillandi norðurljósa. Afskekkt og stórbrotið – Grænland er áfangastaður fyrir sanna landkönnuði.

Fáðu sérsniðna verðáætlun
Fylltu inn í formið
Gefðu okkur upplýsingar um ferðaplönin þín (t.d. upplýsingar um flug, gerð af flugvél, sérþarfir).
Fáðu verðáætlun
Við höfum svo samband og gefum þér sérsniðna verðáætlun sem byggir á þínum óskum.
Staðfestu bókunina
Þegar verðáætlunin er samþykkt, getur þú staðfest beiðni þína og við sjáum um rest.
  • Current Flugupplýsingar
  • Persónuupplýsingar
  • Complete
- Farþegar +
Helstu áfangastaðir á Grænlandi
Leigðu einkaflugvél til eða frá Grænlandi
 Útsýni yfir bæinn Nuuk með fjöll í baksýn

Nuuk

Ísjaki á sveimi meðal hárra fjalla

Narsarsuaq

Útsýni yfir elstu Zion kirkjuna í Ilulissat

Ilulissat

Útsýni yfir Russell-jökulinn nálægt Kangerlussuaq

Sisimiut

Útsýni yfir þorpið Kulusuk og hefðbundin timburhús

Kulusuk

Útsýni yfir firðina á austurströnd Grænlands

Constable Point

Einkaflug til/frá Nuuk

Nuuk er hjarta Grænlands og þar sameinast nútímalegt borgarlíf stórbrotinni náttúru. Í iðandi miðbænum má finna hágæða veitingastaði, tískubúðir og söfn. Fögur Colonial höfnin, litskrúðug timburhús, Nuukfjörðurinn og nálæg fjöll einkenna þennan áfangastað sem er kjörinn fyrir útivistarfólk.

Mælt er með eftirfarandi flugvöllum: Nuuk Airport.

 Útsýni yfir bæinn Nuuk með fjöll í baksýn

Einkaflug til/frá Ilulissat

Ilulissat er þekkt fyrir Ilulissat ísfjörðinn, sem er einnig á heimsminjaskrá UNESCO. Þar er Sermeq Kujalleq jökullinn, einn virkasti jökull heims, sem myndar risavaxna ísjaka sem reka út í Disko-flóa. Borgin býður upp á fjölbreytta afþreyingu, svo sem bátsferðir meðal ísjaka, gönguferðir að útsýnisstöðum og hundasleðaferðir um stórkostlegt landslag.

Mælt er með eftirfarandi flugvöllum: Ilulissat Airport.

Útsýni yfir elstu Zion kirkjuna í Ilulissat

Einkaflug til/frá Narsarsuaq

Narsarsuaq er friðsæll bær þar sem finna má villta fegurð Suður-Grænlands og norræna sögu. Þar eru óspillt svæði á borð við Kujataa, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, þar sem finna má fornar norrænar rústir og gróskumikla dali. Náttúruáhugamenn geta gengið að útsýnisstöðum yfir jökla, skoðað Greenland Arboretum garðinn eða farið í bátsferðir um fjörðina í nágrenninu.

Mælt er með eftirfarandi flugvöllum: Narsarsuaq Airport.

Ísjaki á sveimi meðal hárra fjalla

Einkaflug til/frá Sisimiut

Sisimiut er ævintýralegur áfangastaður allt árið um kring, þekktur fyrir jökuldali sína og fjöll. Þar er boðið upp á ýmsa afþreyingu fyrir útvistarfólk eins og gönguferðir, skíði, snjósleðaferðir og hundasleðaferðir. Bærinn blandar saman nútímamenningu og fornum hefðum og er upphafspunktur hinnar frægu norðurheimskautsleiðar sem liggur til Kangerlussuaq.

Mælt er með eftirfarandi flugvöllum: Sisimiut Airport.

Útsýni yfir Russell-jökulinn nálægt Kangerlussuaq

Einkaflug til/frá Constable Point

Constable Point opnar dyrnar inn í ósnortna náttúru Austur-Grænlands. Bærinn, sem er umkringdur hrjóstrugum fjöllum og djúpum fjörðum, er upphafsstaður leiðangra í þjóðgarðinn á Norðaustur-Grænlandi og önnur einangruð svæði. Svæðið er fullkomið til gönguferða og til að upplifa ósvikna norðurslóðir.

Mælt er með eftirfarandi flugvöllum: Constable Point, einnig þekktur sem Nerlerit Inaat, Airport.

Útsýni yfir firðina á austurströnd Grænlands

Einkaflug til/frá Kulusuk

Kulusuk, hefðbundin grænlensk byggð á austurströndinni, býður upp á ósvikna upplifun á norðurslóðum, þar sem finna má dramatískt landslag og ríka inúítamenningu. Ferðamenn geta skoðað Kulusuk-safnið, gengið á jökla, orðið vitni að fornri list sem nefnist trommudans eða farið í hundasleðaferðir, skoðað dýralíf og kannað íshella.

Mælt er með eftirfarandi flugvöllum: Kulusuk Airport.

Útsýni yfir þorpið Kulusuk og hefðbundin timburhús
Áætlaður flugtími frá Reykjavík til helstu áfangastaða á Íslandi og Grænlandi
Reykjavík
Akureyri
0:45
Reykjavík
Húsavík
0:50
Reykjavík
Egilsstaðir
1:00
Reykjavík
Höfn
1:00
Reykjavík
Vestmannaeyjar
0:30
Reykjavík
Ísafjörður
0:40
Reykjavík
Kangerlussuaq
3:00
Reykjavík
Nuuk
3:00
Reykjavík
Narsarauq
3:00
Reykjavík
Kulusuk
1:50
Reykjavík
Constable Point
1:50
Reykjavík
Ilulissat
3:00
Alþjóðlegt aðgengi og fyrsta flokks þjónusta
Innanlandsflug
Allir áfangastaðir innan Grænlands.
Millilandaflug
Allir áfangastaðir í Evrópu, miðausturlöndum, Bandaríkjunum og víðar.
Þægilegar tengingar
Víðtækt net flugvalla, einkaflugstöðva og millilendingarþjónustu.
Hröð tollafgreiðsla
Forgangsafgreiðsla í gegnum toll og öryggisleit.
Lúxus og þægindi á ferðalaginu
Séraðgangur að þægilegum biðstofum á flugvöllum.
VIP þjónusta
Persónuleg aðstoð til að tryggja hnökralausa ferðaupplifun.

Ferðalagið þitt hefst hér

Leigðu einkaflugvél frá eða til Grænlands með Air Broker Iceland. Starfsfólk okkar er til taks allan sólarhringinn til að tryggja að upplifun þín verði hnökralaus og þægileg.

Önnur þjónusta
Þyrla flýgur yfir snævi þakin fjöll

Leiga á þyrlu við hvaða tilefni sem er: einföld þyrluflug eða sérsniðin upplifun.

Sjúkraflug yfir fjöllum

Áreiðanleg sjúkraflug í boði allan sólarhringinn um allan heim.

Séð inn í einkaþotu

Önnur þjónusta tengd leiguflugi sem reyndur og áreiðanlegur miðlari býður upp á.